GÆÐI,
  ÁREIÐANLEIKI
    ÞJÓNUSTA

Við sinnum stórum og smáum járnsteypuverkefnum og leysum hvers manns vanda í fráveitu. Heyrðu í okkur til að fá tilboð.

Vöruflokkar

Málmsteypa Þorgríms Jónssonar ehf. var stofnuð árið 1944 og framleiðir hluti úr grájárni og seigjárni.
Smelltu á einn flokkinn hér fyrir neðan til að skoða vörur.

icon

Yfirborðslausnir

Yfirborðsfrágangur

icon
icon

Málmsteypa

Framleiðsla úr grájárni og seigjárni

icon
icon

Fráveita og ofanvatn

Fráveiturör og brunnar

icon
icon

Vatnsveita

Vatnsveituefni

icon
icon

Aðrar veitur

Raf- og gagnaveitur

icon

UM OKKUR

Málmsteypa Þorgríms er rótgróið fyrirtæki með yfir 70 ára reynslu

Framleiddir eru hlutir frá undir 1 kg og yfir 1 tonn. Magn getur verið frá einu stykki upp í nokkur þúsund stykki. Frummót eru unnin úr tré, plasti eða áli eftir magni sem á að framleiða. Afgreiðslutími fyrir nýja hluti er breytilegur allt frá nokkrum dögum upp í 8 vikur. Þegar frummót er til þá er afgreiðslutími yfirleitt nokkrir dagar.

SÉRVERKEFNI

Tökum að okkur sérverkefni stór og smá

Við getum tekið á móti verkefnum í málmsteypu í litlu eða stóru upplagi og getur stærð einstakrar steypu verið frá fáeinum kílóum í allt að 1250 kg. Frummót eru útbúin úr tré, fræst eða rennd í plasti, prentuð í þrívíddarprentara. Mótað er í sand sem er hertur með tveggja þátta efni og bráðnum málmi er loks helt í sandmót. Þegar frummót eru tilbúin er afgreiðslutíminn að jafnaði stuttur.