Um okkur

Fyrsta málmsteympuþjónusta Íslands

Gæði, áreiðanleiki og framúrskarandi þjónusta er stefna Málmsteypunnar. Í yfir 70 ár höfum við þjónustað veitulausnir fyrir sveitarfélög, verktaka og fyrirtæki ásamt sérhæfðum og sérsmíðuðum vörum fyrir stóriðju o.fl. Gæði, áreiðanleiki og framúrskarandi þjónusta er stefna Málmsteypunnar. Í yfir 70 ár höfum við þjónustað veitulausnir.

Gæðaeftirlit

Öll framleiðsla Málmsteypa Þorgríms er efnagreind og uppfyllir kröfur skv. ISO stöðlum. Fyrirtækið hefur byggt upp gæðakerfi þar sem fullkomið efnagreiningartæki gegnir lykilhlutverki. Tækið efnagreinir 15 frumefni í málmbráð á nokkrum mínútum og geymir allar efnagreiningar. Sumar framleiðsluvörur eru með dagsmerkingum og með því móti má rekja framleiðsluna til gæðakerfisins.

Hægt er að prófa styrk bæði gagnvart tog- og þrýstiálagi. Hljóðbylgju- og hörkumælingar eru gerðar til að sannreyna efniseiginleika og gæði framleiðslunnar. Öll erlend efniskaup eru af fyrirtækjum sem uppfylla ISO 9001 gæðastaðal.

Sagan okkar

Málmsteypa Þorgríms Jónssonar er elsta starfandi endurvinnslufyrirtæki á landinu, allt frá stofnun fyrirtækisins 1944 hefur uppistaða framleiðsluvara verið úr efni sem fellur til hérlendis. Engin breyting verður þar á og munum við áfram kappkosta að innlent hráefni fái nýtt hlutverk á umhverfisvænan máta.

    Fyrir aldamót

  • 1944 - Þorgrímur Jónsson stofnar málmsteypu, starfsemin hófst í Laugarnesi, sem þá var í útjaðri borgarinnar
  • 1953 - Málmsteypa Þorgríms Jónssonar hefur framleiðslu á pönnukökupönnum úr áli
  • 1968 - Smíðaður er snúningsbræðsluofn eftir teikningum Þorgeirs sem gat brætt 600 kg af járni í einu
  • 1973 - Fyrirtækið flutti í nýtt húsnæði að Hyrjarhöfða 9 í Reykjavík
  • 1986 - Keyptur rafmagnsspanofn sem bræddi 600 kg á klukkustund og stálkúlublástursvél til hreinsunar á framleiðsluvörum
  • 1988 - Fyrirtækið hóf framleiðslu á seigjárni
  • 1996 - Fjárfest í fyrsta efnagreiningartækinu, stórt skref stigið í gæðamálum
  • 2000 - Flutt í nýtt 1400 m 2 húsnæði við Miðhraun 6 í Garðabæ og notkun hafin á sjálfherðandi sandi

Eftir aldamót