S

GGG 50 Stangarefni

Stangarefni úr GGG 50 Seigjárni

Vörulýsing

Málmsteypa Þorgríms hefur boðið upp á stangarefni og efnisrör frá 40mm upp í 250mm úr seigjárni skv. staðli GGG 50.

GGG 50 Seigjárn er mjög gott efni þar sem styrkur, slitþol, tæringarþol, varmaleiðni og dempunareiginleikar þurfta að vera til staðar. Kolefni í seigjárni hefur smyrjandi áhrif eitt of sér en það dregur einnig til sín smurefni sem virka sem smurforðabúr fyrir hlutinn og gefur honum þar af leiðandi betri smur, og kælieiginleika.